NTC

Sunneva Kjartansdóttir er sumarlistamaður Akureyrarbæjar 2024

Sunneva Kjartansdóttir er sumarlistamaður Akureyrarbæjar 2024

Dansarinn og danshöfundurinn Sunneva Kjartansdóttir er sumarlistamaður Akureyrarbæjar 2024 en Akureyrarbær veitir sérstaka styrki til listamanna á aldrinum 18 til 25 ára á Vorkomu bæjarins sem fer fram í Listasafninu á Akureyri í dag.

Sunneva er um þessar mundir stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún lærir nútímadans í Copenhagen Contemporary Dance School. Móðir hennar , Una Björk Hjartardóttir tók við styrknum fyrir hennar hönd í dag en Sunneva sendi myndbandskveðju frá Danmörku.

„Ég hlakka rosalega mikið til þess að leyfa Akureyringum að finna dansgleðina með mér í sumar,“ sagði Sunneva meðal annars.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó