Nú hefur sundlaugargarðurinn verið opnaður á ný eftir endurbætur og framkvæmdir.
Sundlaugagarðurinn stendur fyrir ofan Sundlaug Akureyrar og er opinn öllum. Nú hefur verið reist þar leiksvæði fyrir börnin með grænu svæði þar sem er gervigras fyrir leiki, tveir ærslabergir bæði fyrir yngri og eldri börn og fleiri leiktæki. Einnig er sólbaðsaðstaða þegar sólin skín eins og gerist ætíð oft hér á Akureyri.
Framkvæmdin kostaði í kringum 100 milljónir en stærstur hluti þeirrar upphæðar fór í girðinguna sem sett var í kringum allt svæðið.
UMMÆLI