Sumar og bjórhátíð LYST, 19-21. júlí

Sumar og bjórhátíð LYST, 19-21. júlí

Það er aldeilis komið sumar á Akureyri og því gat LYST ekki valið betri tíma fyrir hátíð sína. Hátíðin mun hefjast á föstudaginn en fyrirkomulagið er einfalt þann daginn. Þá munu armbandshafar njóta afslátta víðsvegar um Akureyri, á öldurhúsum jafnt sem veitingastöðum. Laugardagurinn er hins vegar nokkurs konar aðaladagur hátíðarinnar en þá munu hvorki meira né minna en þrettán brugghús opna krana sína og geta gestir og gangandi lagt leið sína í Lystigarðinn og smakkað á bjórunum. Ýmist barsnarl verður svo í boði svo sem LYST pizzur, Churros, djúpsteikt smælki og Tony reiðir fram ekta spænska Paellu með aðstoð frá Nonna diskó. Samhliða því verður hægt að spila pílu, hlusta á tóna í boði RAKELAR og Laura Roy og síðan lýkur kvöldinu með tónleikum hjá Unu Torfadóttur. Loks kemur sunnudagur og þá er hægt að byrja daginn á morgunmat eða brunch, á afslætti fyrir armbandshafa, og fyrir þá sem eru í fríi daginn eftir þá er hægt að halda pöbbaröltinu áfram.

Kaffið náði tali af Reyni Gretarssyni, forsprakka hátíðarinnar, og var hann einstaklega spenntur fyrir hátíðinni í ár en þetta er annað árið sem hátíðin er haldin. Vill hann halda sjarminum yfir bjórsmakkinu og hátíðarhöldunum í Lystigarðinum og jafnvel stækka hátíðina út á við þ.e. fá fleiri samstarfsaðila og enn fleiri „tap takeover“ en þau er tvö í ár þar sem Malbygg tekur yfir krana R5 og Bryggjan Brugghús tekur yfir krana Eyju. Hann hvatti einnig fólk til þess að verða sér út um armbönd en þau veita afslætti víðsvegar um bæinn, sömuleiðis er hægt að smakka þann bjór sem þig lystir á sjálfu bjórsmakkinu. Armbandið veitir einnig aðgang að tónleikum Unu Torfa en almennt verð er 3.500kr.

Á sjálfu bjórsmakkinu verður einnig hægt að kaupa 5 bjóra klippikort og staka bjór „tokens.“ Armböndin fást á LYST.is og verða einnig í sölu á staðnum og kosta 10.500kr.

Hér að neðan er svo yfirlit á dagskráni ásamt afsláttum sem fylgja armböndum.

Fylgist einnig með á

Instagram: lyst_lystigardurinn

Facebook: Lyst – Lystigarðurinn

og LYST.is

Umfjöllunin er kostuð af LYST.

UMMÆLI