NTC

Sumac í Lystigarðinum: „Aldrei séð aðra eins eftirspurn“

Sumac í Lystigarðinum: „Aldrei séð aðra eins eftirspurn“

Veitingastaðurinn Sumac mun halda pop-up viðburð á LYST í Lystigarðinum á Akureyri um helgina, 1. og 2. nóvember. Sumac er eitt af vinsælustu veitingahúsum Reykjavíkur og mun bjóða upp á sérstakan matseðil á Lyst um helgina sem er innblásinn af bragðtegundum frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þar sem fersk hráefni og djörf krydd eru í aðalhlutverki.

„Þessi einstaka viðburður gefur þér tækifæri til að smakka frábæra rétti frá Sumac í fallegu umhverfi Lystigarðsins á Akureyri. Hvort sem þú ert heimamaður eða gestur í bænum, þá er þetta matarupplifun sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara,“ segir í tilkynningu LYST.

Reynir Gretarsson, eigandi LYST, segist aldrei hafa séð aðra eins eftirspurn eftir viðburði en um 200 einstaklingar eru á biðlista.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó