NTC

Styttum vinnudag barnanna


Flestir eru líklega sammála um að börn hafi gott af því að vera á leikskóla einhvern hluta dags. Þar leika þau við jafnaldra sína í öruggu umhverfi og fá kennslu og þjálfun frá fagfólki á því sviði. Hins vegar er allt best í hófi og við fullorðna fólkið finnum það eflaust mörg sjálf að stundum getur það verið erfitt að vera of lengi innan um margt fólk. Ég vil til dæmis benda á athyglisverð skrif dönsku fræðimannanna Heckmann og Gjerding um þetta efni. Þá hafa rannsóknir sýnt að börn undir 2ja-3ja ára aldri mynda lítil tengsl við önnur börn en hafa hins vegar mikla þörf fyrir samskipti við foreldra sína. Mesti streituvaldur í lífi barna á þessum aldri er aðskilnaður frá nánustu aðstandendum.

L-listinn hefur sett fram hugmynd um gjaldfrjálsan leikskóla á Akureyri í 6 klukkustundir á dag. Þetta gæti orðið veruleg hvatning til að stytta vinnudag barna og gefa þeim meiri tíma með foreldrum sínum. Foreldrar sem þurfa ekki lengri vistun en 6 klst. gætu sparað talsverð útgjöld með þessu en einnig bætt lífsgæði sín og barnanna umtalsvert með fleiri samverustundum. L-listinn hefur líka sett fram hugmyndir um að aukin áhersla verði lögð á sveigjanlegan vinnutíma og hlutastörf, sem myndi gera fleiri foreldrum kleift að notfæra sér kosti 6 klst. gjaldfrjáls leikskóla.

L-listinn vill einnig beita sér fyrir því að íþrótta- og tómstundastarf barna í yngstu bekkjum grunnskóla komi inn í frístundina þannig að um klukkan 16 sé vinnudegi barnanna lokið. Markmiðið er að börn á þessum aldri kynnist mörgum íþróttagreinum, dansi, listum, handverki og fleiru. Minnkum „skutlið“ sem kostar tíma og peninga og er ekki umhverfisvænt.

L-listinn vill gera raunverulegar breytingar til batnaðar á stöðu barnafólks á Akureyri. Taktu þátt í því með okkur með að kjósa L fyrir Lífsgæði.

Andri á sex börn og skipar annað sæti á L-lista fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó