Fyrir jól gaf styrktarsjóður Elko barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri Playstation 5 leikjatölvu ásamt leikjum og fylgihlutum.
Á vef sjúkrahússins segir að gjöfin sé afar kærkomin enda vinsælt hjá veikum börnum á deildinni að geta farið í tölvuleiki.
Haukur Hergeirsson, verslunarstjóri Elko á Akureyri afhenti Aðalheiði Guðmundsdóttur, forstöðuhjúkrunarfræðingi barnadeildar, gjöfina.