Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2025

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2025

Miðvikudaginn 29. janúar, fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2025. Athöfnin fór fram í Menningarhúsinu Hofi, sem er vel við hæfi þar sem Norðurorka er bakhjarl Menningarfélagsins. Þetta kemur fram á vef Norðurorku.

Í nóvember 2024 auglýsti Norðurorka eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna fyrir árið 2025 og rann umsóknarfrestur út síðar sama mánuð. Fram kom að veittir væru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjunum er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Alls bárust 103 umsóknir sem fjögurra manna vinnuhópur (skipaður starfsfólki NO) fór yfir og varð niðurstaða hópsins að veita styrki til 29 verkefna.

Í  ár tengjast flest verkefnanna íþróttum, útivist og lýðheilsu annarsvegar og fræðslu og stuðningi hinsvegar, menning og listir eru þó einnig áberandi. Sem dæmi um fjölbreytileika verkefna þá voru einnig veittir styrkir til íþróttaæfinga fyrir börn með sérþarfir, núvitundar og hugleiðslu meðal flóttafólks á Akureyri, yfirbyggingar útieldhúss, sjálfseflingar stúlkna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi,  tónlistahátíðar, fræðslu af ýmsu tagi og fjölskyldusmiðju fyrir fjölskyldur þar sem foreldri glímir við geðræn veikindi.

Hér má sjá listann yfir styrkþega:

Sambíó
Sambíó