Fimmtudaginn 14. nóvember kl: 20:00 næstkomandi mun Sturtuhausinn fara fram í Gryfjunni í VMA. Sturtuhausinn er árleg söngkeppni VMA, þar sem sigurvegari í keppninni mun verða fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í vor.
Í fyrra var það Aron Freyr Ívarsson sem sigraði söngkeppni VMA með flutningi sínum á lagi George Michael, „Brother Can You Spare a Dime“.
Stjórn Þórdunu hefur nú opnað fyrir skráningu og hvetja þau öll áhugasöm til að skrá sig og láta ljós sitt skína.
Nánari upplýsingar og skráning eru að finna á síðu nemandafélagsins hér
UMMÆLI