NTC

Stuðningsmenn Íslands tilnefndir til verðlauna hjá FIFA – Kjóstu núna!

Stuðningsmenn Íslands tilnefndir til verðlauna hjá FIFA – Kjóstu núna!

Íslenskir stuðningsmenn koma til greina sem í stuðningsmenn ársins hjá FIFA fyrir árið 2016. Stuðningsmenn Íslands eru tilnefndir til verðlaunanna fyrir frábæra frammistöðu á EM í Frakklandi.

Sigurvegarinn verður opinberaður á verðlaunaafhendingu í Zurich í Swiss þann 9. janúar næstkomandi. Valið fer fram í netkosningu en ásamt íslensku stuðningsmönnunum eru stuðningsmenn hollenska liðsins ADO Den Haag. Stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund fá síðan saman tilnefningu fyrir leik í Evrópudeildinni í vor.

Kosningin fer fram á netinu og hvetjum við alla lesendur til að kjósa okkar menn en hægt er að kjósa HÉR

Sambíó

UMMÆLI