NTC

Strikið sýnir sturlaðar nærmyndir úr eldhúsinu – myndband

strikidNýtt myndband frá Strikinu, veitingahúsi á Akureyri, var að koma út í dag. Auglýsingin er gífurlega nákvæm myndataka af mat og drykk frá Strikinu þar sem Garðar Kári Garðarsson og Jón Ingi Sveinbjörnsson, yfirkokkur og yfirþjónn, galdra fram hráefnin hvert á fætur öðru á listrænan hátt.

Árni Þór Theódórsson sá um myndatöku en hann rekur sjálfur Flugu, hugmyndahús, sem að framleiddi myndbandið. Tónlistarmaðurinn Jon Geir Friðbjörnsson sá um tónlistina í myndbandinu en hann er nýútskrifaður úr hljóðfræði frá SAE institute skólanum í Hollandi.
Garðar Kári segir í samtali við Kaffid.is að hann hafi viljað gera þetta svolítið hrátt og flott.
,,Við vildum sýna gestunum okkur þessa matreiðslu upplifun sem á sér stað inn í eldhúsi, þennan undirbúning sem þeir því miður missa af. Ef að við tölum um að diskurinn sem fer fram til gestsins sé barnið eða sköpunarverkið, þá á klámið sér stað inni hjá okkur í eldhúsinu, ef svo má að orði komast“ segir Garðar Kári hlægjandi. 

Hér að neðan er hægt að sjá myndbandið.
https://www.youtube.com/watch?v=6gbDh6c6HrE&feature=youtu.be

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó