Strandhandboltamót á Einni með ölluLjósmynd: einmedollu.is

Strandhandboltamót á Einni með öllu

Handknattleiksdeild KA/Þórs í samvinnu við Einni með öllu verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn undanfarin ár og síðast komust færri að en vildu. Því er um að gera að skrá sig sem allra fyrst!

Mótið verður spilað á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi og verður leikið í blönduðum flokki, það er að segja strákar og stelpur munu spila saman. Fjórir eru inná í hverju liði, þar af einn í marki.

Fullorðinsmótið fer fram laugardaginn 3. ágúst og hefst klukkan 12:00 (2008 módel og eldri). Lengd mótsins fer eftir fjölda liða á mótinu. Þátttökugjaldið er 25.000 krónur á lið og er hámark 5 í hverju liði. Innifalið í gjaldinu er léttar veitingar og nóg af ísköldum drykkjum. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir sigurliðið og einnig fyrir bestu tilþrifin og bestu búningana.

Krakkamót er svo á sunnudeginum 4. ágúst í samvinnu með einni með öllu og skógardeginum Sunnudaginn 4. ágúst fer fram krakkamót (fædd 2009-2015) og hefst mótið klukkan 11:00. Lengd mótsins fer eftir fjölda liða. Að minnsta kosti þurfa fjórir leikmenn að vera í hverju liði og leikur markmaður með í sókninni.

Þátttökugjaldið er 15.000 krónur á lið og er hámark 5 í hverju liði. Innifalið í gjaldinu er pizzuveisla. Lokað verður fyrir skráningu laugardaginn 18.júlí. Skráning fer fram hjá agust@ka.is. Mikilvægt er að taka fram nafn á liði við skráningu!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó