Verkefnið, Rjúfum hefðirnar – förum nýjar leiðir hefur að markmiði að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalmyndum um hlutverk karla og kvenna. Liður í verkefninu var heimsókn barna af leikskólanum Lundarseli á Akureyri í VMA í gær. Verkefnið, sem er stýrt af Jafnréttisstofu, hófst sl. haust og lýkur á næsta ári.
Í gær heimsóttu krakkar af leikskólanum VMA og kynntu strákarnir sér hársnyrtiiðn og sjúkraliðabraut sérstaklega en á báðum námsbrautum hafa konur verið í miklum meirihluta nemenda. Að sama skapi kynntu stelpur af Lundarseli sér starfsemi námsbrauta þar sem karlar hafa verið í miklum meirihluta.
Samkvæmt heimasíðu VMA voru börnin ánægð með heimsóknina og e.t.v. hafa einhver þeirra færst nær svari við þeirri spurningu hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór.
UMMÆLI