NTC

Strákarnir komnir áfram en stelpurnar úr leik

MaltbikarinnKarlalið Þórs tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta en kvennalið félagsins féll úr leik í Maltbikarnum í gær.

Stelpurnar fengu verðugt verkefni því þær þurftu að heimsækja úrvalsdeildarlið Stjörnunnar í Garðabæ en Þórskonur leika í 1.deildinni. Leikurinn var jafn og spennandi lengi vel en Garðbæingar stigu á bensíngjöfina í síðasta leikhlutanum og unnu að lokum öruggan átján stiga sigur. Lokatölur 88-70 fyrir Stjörnunni.

Stigaskor Þórs: Fanney Lind Thomas 22/10 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 17, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 15, Hrefna Ottósdóttir 7, Heiða Hlín Björnsdóttir 4, Thelma Hrund Tryggvadóttir 4.

Stigaskor Stjörnunnar: Danielle Victoria 39/13 fráköst/10 stoðsendingar, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 20, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, Hafrún Hálfdánardóttir 2, María Lind 2, Jónína 1.


Í dag fóru svo strákarnir á Flúðir og léku gegn sameinuðu liði Hrunamanna og Laugdælinga sem leika í 2.deildinni.

Skemmst er frá því að segja að Þórsarar unnu auðveldan 28 stiga sigur, 68-96 og verða þeir því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Maltbikarsins.

Danero Thomas var stigahæstur í liði Þórs með 23 stig en næstur honum kom Arnór Jónsson með 20 stig. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, leyfði sér að hvíla lykilmenn í leiknum og til að mynda spilaði Darrel Lewis ekki neitt.

Stigaskor Þórs: Danero Thomas 23/10 fráköst, Arnór Jónsson 20, Ingvi Rafn Ingvarsson 14/12 fráköst, Jalen Riley 13, Ragnar Helgi Friðriksson 12, Tryggvi Snær Hlinason 6, Sindri Davíðsson 4, Einar Ómar Eyjólfsson 4.

Stigaskor Hrunamanna/Laugdælinga: Florijan Jovanov 23, Russell Johnson 17, Hjálmur Hjálmsson 6, Sigurður Sigurjónsson 5, Eggert Sigurþór 3, Vitaliy Krayduba 3, Halldór Helgason 3, Bjarni Bjarnason 2, Anton Gunnlaugur 2, Pálmi Snær 2, Orri Ellertsson 2.

Sambíó

UMMÆLI