Strákarnir í Æði heimsóttu Akureyri í nýjasta þættinumPatrekur Jaime og Binni Glee fara með aðalhlutverk í raunveruleikaþáttunum Æði

Strákarnir í Æði heimsóttu Akureyri í nýjasta þættinum

Stjörnurnar í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2 skelltu sér til Akureyrar í nýjasta þættinum sem sýndur var í gær. Tveir af þremur aðalleikurum þáttanna, þeir Binni Glee og Patrekur Jaime eru frá Akureyri.

Líkt og vanalega var mikið fjör í kringum strákana í Æði en þeir skelltu sér meðal annars á Paddle board bretti á Pollinum við Akureyri og fóru út á lífið.

Sjá einnig: Upplifði fordóma þegar hann var ungur á Akureyri

Það reyndist þó hægara sagt en gert að komast út á lífið eitt kvöldið en Binni Glee virtist ekkert of spenntur fyrir því að kíkja á djammið í gamla heimabænum eins og má sjá í atriðinu hér að neðan. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 en hér að neðan má atriði úr þætti gærdagsins af Vísi.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó