Stórtækar hugmyndir að framtíðarskipulagi Þórssvæðisins

Markmiðið er að Þórssvæðið komi til með að líta svona út.

Á almennum félagsfundi hjá Þór, sem haldinn var 27. mars, voru hugmyndir af framtíðarskipulagi Þórssvæðisins kynntar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Þá var  tilefni fundarins að kynna hugmyndir  að framtíðarskipulagi á Þórssvæðinu og næsta nágrenni þar sem horft er áratugi fram í tímann.

Helsta ástæða þess að Íþróttafélagið Þór fór í umrædda vinnu var tvíþætt. Annars vegar, nýtt deiliskipulag er lítur að þéttingu byggðar í nágrenni Þórsvallar og hins vegar ný samþykkt íþróttastefna bæjarins þar sem lögð verður áhersla á færri og stærri íþróttakjarna í bænum.

Stjórn Þórs skipaði eftirtalda aðila í nefnd til að koma hugmyndum á blað frá aðalstjórn, Árni Óðinsson formaður, Unnsteinn Jónsson varaformaður, Brynja Sigurðardóttir varamaður í stjórn, Geir Kristinn Aðalsteinsson fulltrúar ÍBA og Margrét Silja Þorkelsdóttir umhverfisverkfræðingur. Auk þess kom Kollgáta arkitektar að verkinu.

Nefndin fundaði t.d með fulltrúum leik– og grunnskóla á svæðinu, fulltrúa Frístundaráðs. Háskólanum á Akureyri var boðið en þar sáu menn sér ekki fært að koma að verkefninu. Einnig var fundað með íþróttafélögum á svæðinu s.s. Sundfélaginu Óðni.

Nefndin hafði eftirfarandi punkta til hliðsjónar við gerð framtíðarsýn Þórssvæðisins og næsta nágrenni. 

• Íþróttahús í fullri stærð
•  50 metra yfirbyggð sundlaug og upphitunarlaug = Glerárlaug?
• Gervigrasvöllur
• Ef til vill lítil áhorfendastúka
• Frjálsíþróttahús
• Kastsvæði
• Þreksalur (lyftingafélag og fleiri)
• Píla, keila, krulla, bogfimi og skotfimi innan sama húss?
• Sameiginleg miðlæg móttaka fyrir svæðið allt t.d. félagsheimili Þórsara
• Kaffihús innan íþróttahússins
• Aðstaða fyrir sjúkraþjálfara og nuddara (einkarekstur)
• Aðstaða fyrir sýndarveruleikaíþróttir s.s. swift (hjólreiðar), róður, hlaup,
skíðaskotfimi, keilu og fl.
• Veislusalur/hátíðarsalur og skrifstofuhúsnæði
• Aðstaða fyrir taekwondo, karate og aðra sem geta nýtt sama rými
• Samnýting á milli íþróttasvæðis og skólalóðar Glerárskóla
• Skilgreina gönguleiðir innan svæðisins og samgöngur að öllu svæðinu
• Bílastæðamál
• Útikörfuboltavöllur
• Er möguleiki í samgöngum að stígurinn fyrir ofan Hamar verði breytt í vistvæna götu?
• Tenging við útivistarsvæðið í Glerárdal
• Tenging við útivistarsvæði rétt ofan Glerártorgs á árbakkanum

Með þetta var lagt upp og þar kom arkitektastofan Kollgáta að vinnunni og teiknaði upp í grófum dráttum hvernig svæðið gæti litið út í náinn framtíð.

Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu sagði m.a. að lagt hafi verið upp með að opna Þórssvæðið, að keppnisvellinum undanskildum, og hleypa íbúum og nágrenni betur að svæðinu. Þannig myndi nást meiri sátt við íbúa í nágrenninu og hugsanlega auka áhuga barna á íþróttum yfir höfuð. Ekki bara á einni íþróttagrein heldur myndi Íþróttafélagið Þór ná að vaxa og dafna sem fjölgreinafélag. Hér að neðan (með því að ýta á tengilinn) má sjá teikningu sem sýnir hvernig Þórssvæðið gæti litið út í náinni framtíð.

Teikning að Þórssvæðinu.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó