Þór/KA heimsótti KR í gær í sextándu umferð Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 4-0 sigri KR.
KR komust yfir á fjórtándu mínutu leiksins og bættu svo við öðru marki skömmu fyrir hálfleik. KR gerði svo út um leikinn með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla á 64. og 66. mínútu leiksins.
Tvær umferðir eru eftir í Pepsi Max deild kvenna. Eftir leikinn í gær sitja Þór/KA í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig.
Næsti leikur Þór/KA er gegn Stjörnunni á Þórsvelli þann 14. september. Þetta verður síðasti heimaleikur liðsins í sumar og einnig síðasti heimaleikurinn sem Donni stýrir liðinu í.
Mynd: Thorsport.is/Haraldur Ingólfsson
UMMÆLI