Þór/KA tók á móti HK/Víking á Þórsvelli í Pepxi Max deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi.
Fyrir leikinn voru Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar en HK/Víkingur voru í botnsæti deildarinnar.
Sandra Mayor kom Þór/KA yfir eftir 13 mínútur og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Lára Kristín Pedersen, Heiða Ragney Viðarsdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir bættu við mörkum áður en Sandra Mayor skoraði sitt annað mark á 90. mínútu.
6-0 sigur Þór/KA því staðreynd og liðið er áfram í þriðja sæti deildarinnar.
Mynd: KA.is/Sævar Geir