Stórsigur Þór/KA á Tindastól tryggir 2. sæti Bestu deildarinnar

Stórsigur Þór/KA á Tindastól tryggir 2. sæti Bestu deildarinnar

Þór/KA skaust upp í 2. sæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu með 5-0 sigri á liði Tindastóls í Boganum síðastliðinn föstudag. Þór/KA er nú með 15 stig í deildinni. Næsti leikur liðsins verður toppslagur því Breiðablik, sem er í efsta sæti deildarinnar með 18 stig, kemur norður 8. júní.

Þær Agnes Birta Stefánsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Sandra María Jessen og Emelía Ósk Krüger skoruðu mörkin. Í þeim sex leikjum sem af eru í Bestu deildinni hefur Þór/KA skorað 18 mörk og er þetta þriðji leikurinn á tímabilinu þar sem liðið skorar fjögur eða fleiri mörk án þess að fá á sig mark.

Leikskýrslu KSÍ má sjá hér og nánari lýsingu á gangi leiksins er að finna á heimasíðu Þórs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó