KA mun taka á móti Val í toppslag í Pepsi Max deild karla á sunnudaginn. Leikurinn verður ekki spilaður á Greifavelli á Akureyri, heimavelli KA, heldur Dalvíkurvelli. Þetta er þriðji heimaleikur KA í sumar og sá þriðji sem verður spilaður á Dalvík.
Greifavöllurinn er ekki enn klár í slaginn og því var ákveðið að færa leikinn á gervigrasvöllinn á Dalvík. Frá þessu er greint á vef Knattspyrnusambands Íslands.
KA menn hafa verið frábærir í sumar og geta með sigri gegn Val minnkað forskot Reykjavíkurliðsins á toppnum niður í eitt stig. Þá eiga KA menn leik til góða á Val og geta með sigri í þeim leik komist á topp deildarinnar.
UMMÆLI