Þór/KA mætir Val í stórleik umferðarinnar

Þór/KA fer í heimsókn á Hlíðarenda í stórleik 10. umferðar í Pepsi deild kvenna. Þór/KA sitja með fullt hús stiga á toppi deildarinnar með 27 stig. Valskonur eru í 5. sæti með 18 stig og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að detta ekki fyrir fullt og allt úr toppbaráttunni.

Þór/KA hefur unnið alla leiki sína í Pepsi deildinni í sumar en töpuðu sínum fyrsta leik í sumar í síðustu viku þegar þær duttu út úr Borgunarbikarnum. Liðið mætti Stjörnunni á útivelli í leik sem tapaðist 3-2.

Þór/KA mætti Val á heimavelli í 1. umferð deildarinnar í sumar og vann þá leikinn 1-0. Stephany Mayor, besti leikmaður Pepsi deildarinnar í sumar, skoraði eina mark leiksins í þeim leik. Þetta er næst síðasti leikur Þór/KA áður en Pepsi deildin fer í pásu vegna EM en liðið mætir Breiðablik í Kópavogi sunnudaginn 2.júli.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó