NTC

Stóri plokkdagurinn á Akureyri

Stóri plokkdagurinn á Akureyri

Sunnudaginn 24. apríl er stóri plokkdagurinn haldinn þar sem landsmenn allir eru hvattir til þess að reima á sig skóna og fara út að plokka rusl.

Nú þegar farið er að vora og snjórinn að bráðna er margt sem kemur undan honum og því tilvalið að koma bænum í gott stand fyrir sumarið. Allir geta tekið þátt í plokkdeginum en eini búnaður sem þarf er helst ruslapokar og jafnvel hanskar. Það að fara út að plokka er bæði frábær hreyfing og útivera en eflir líka núvitund og hefur jákvæðar afleiðingar fyrir umhverfið.

Til er Facebook hópur þar sem hægt er að setja sig í samband við aðra plokkara, láta vita hvernig gengur, hvar er verið að plokka og almennt koma upplýsingum sín á milli. Hér er hlekkur á hópinn.

Sérstakir gámar hafa nú verið settir við allar grendarstöðvar bæjarins og munu þeir standa til mánudagsins 25. apríl. Allt rusl má setja í þá gáma.

Á heimasíðu Akureyrarbæjar er hvatt til þess að stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja taki plokkhring í kring um sína vinnustaði, ásamt því sem gefin eru nokkur góð ráð fyrir stóra daginn.

  • Plokkum og hreyfum okkur í leiðinni – æfing dagsins
  • Klæðum okkur eftir veðri
  • Notum hanska og tangir ef þær eru til
  • Virkjum alla fjölskylduna, vini og nágranna en hver á sínum hraða.
Sambíó

UMMÆLI