NTC

Stór helgi að baki hjá píludeild ÞórsMynd/aðsend

Stór helgi að baki hjá píludeild Þórs

Síðastliðin laugardagsmorgun hófst fjórða og síðasta umferð í Dartung á þessu ári í aðstöðu Þórs. Dartung er fyrir alla pílukastara á aldrinum 9-18 ára. 20 ungir og efnilegir pílukastarar mættu til leiks og þar af voru 7 keppendur frá píludeild Þórs. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Þór.

Í flokki drengja á aldrinum 14-18 ára voru tveir keppendur frá píludeild Þórs, Aron Stefánsson og Snæbjörn Ingi. Þeir unnu báðir sína leiki í 8 manna úrslitum og mættust svo í undanúrslitum. Þar hafði Aron betur, 3-2, í hörkuleik. Aron gerði sér svo lítið fyrir og sigraði úrslitaleikinn 4-2.

Í flokki drengja á aldrinum 9-13 ára voru þrír keppendur frá píludeild Þórs, Björn Helgi, Hlynur Orri og Heiðar Ingi. Hlynur Orri og Heiðar Ingi duttu út í 8 manna úrslitum en Björn Helgi fór lengst þeirra en tapaði 3-1 fyrir Kára Vagni í undanúrslitum. Kári Vagn keppti í Sjallanum seinna um kvöldið í úrvalsdeildinni í pílukasti.

Í stúlknaflokki voru fjórar skráðar til leiks, þar af tvær frá píludeild Þórs, Hrefna Lind og Aþena Ósk. Drengir og stúlkur kepptu saman í riðli og mættust svo stúlkurnar í úrslitaleik í sínum aldursflokki. Í eldri aldursflokkinum mættust Hrefna Lind og Nadía í úrslitum og var það Nadía sem bar sig úr býtum. Í yngri aldursflokki voru það Aþena Ósk og Elín sem mættust. Aþena sigraði úrslitaleikinn örugglega 3-0.

Um kvöldið var svo úrvalsdeildin í pílukasti haldin í Sjallanum. Dilyan Kolev frá píludeild Þórs náði sér ekki á strik en það hafði þó ekki teljandi áhrif á framhaldið hjá Kolev í úrvalsdeildinni því hann var búinn að tryggja sig áfram eftir sigur á fyrsta kvöldi úrvalsdeildarinnar sem haldið var á Selfossi í lok október. 

Kolev verður í eldlínunni næstu tvö laugardagskvöld, en 8 keppendur eru eftir sem berjast um fjögur sæti á úrslitakvöldinu þann 7.desember. Úrvalsdeildin verður spiluð á Bullseye það sem eftir er en verður þó í beinni útsendingu á Stöð2 sport.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó