Stöngin inn – Leikdeild Eflingar frumsýnir í kvöld á Breiðumýri

Frá æfingu fyrir sýninguna. Mynd: Sólborg Mattíasdóttir

Stöngin inn er verk eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson og fjallar um lítið sjávarþorp þar sem konur bæjarins ákveða að setja eiginmenn sína í kynlífsbann nema þeir hætti að horfa á enska boltann og það hefur ýmsar afleiðingar í för með sér.

Leikstjóri sýningarinnar er Vala Fannell og tónlistarstjóri er Jaan Alavere. Verkið er gamansöngleikur með ABBA-tónlist. Í sýningunni eru 18 leikarar auk fimm manna hljómsveitar sem skipuð er þaulvönum tónlistarmönnum. Leikarahópurinn er blanda af ungum og öldnum, reyndum og óreyndum.  Einnig taka nokkrir nemendur Framhaldsskólans á Laugum þátt í sýningunn.

Miðapantanir eru í síma 618-3945 eða á leikdeild@leikdeild.is

Sýningar eru eftirfarandi:

Frumsýning – föstudagur 23. febrúar kl. 20:30

  1. sýning – sunnudagur 25. febrúar kl. 17:00
  2. sýning – fimmtudagur 1. mars kl. 20:30
  3. sýning -föstudagur 2. mars kl. 20:30
  4. sýning -föstudagur 9. mars kl. 20:30
  5. sýning – laugardagur 10. mars kl. 18:00
  6. sýning – sunnudagur 11. mars kl. 16:00
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó