NTC

Stökk Kobayashi gildir ekki sem heimsmet

Stökk Kobayashi gildir ekki sem heimsmet

Japanski skíðastökkvarinn Ryoyu Kobayashi stökk í gær 291 metra í Hlíðarfjalli á Akureyri sem er töluvert lengra en núgildandi heimsmet í skíðastökku. Alþjóðlega skíða-, og snjó­bretta­sam­bandið mun þó ekki taka stökkið gilt sem heimsmet.

Kobayashi ætlaði sér upp­haf­lega að ná að stökkva 300 metra en lét 291 metra nægja eftir nokkur stökk í gær og í fyrradag. Stökkpall­ur­inn var unn­inn af verk­fræðistof­unni Cowi á Ak­ur­eyri í sam­starfi við orku­drykkja­fram­leiðand­ann Red Bull. Stökkið var hluti af aug­lýs­inga­her­ferð Red Bull

Sjá einnig: Heimsmetið féll í Hlíðarfjalli

„Stökk Ryoyu Kobayashi á Íslandi fór ekki fram við keppn­isaðstæður í sam­ræmi við FIS reglu­gerðir. Það sýn­ir aft­ur á móti ótrú­lega frammistöðu íþrótta­manns við mjög sér­stak­ar aðstæður en ekki er hægt að líkja þeim við FIS-heims­meist­ara­keppn­ina í skíðaflugi, þar sem bæði upp­hafs­dag­setn­ing og verk­efnið í heild sinni er sér­sniðið að ein­um íþrótta­manni,“ seg­ir á vefsíðu FIS. 

Mynd: Red Bull

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó