Gæludýr.is

Stofnfundur Rafíþróttadeildar Þórs

Stofnfundur Rafíþróttadeildar Þórs

Á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, verður haldinn stofnfundur Rafíþróttadeildar innan Þórs. Fundurinn verður haldinn í Hamri og hefst klukkan 18:00. Þetta verður jafnframt fyrsta rafíþróttadeildin á Akureyri í skipulögðu íþróttastarfi.

Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum en á síðustu 10 árum hafa vinsældir rafíþrótta vaxið mikið og nú í dag eru yfir 400 milljónir manna sem fylgjast með rafíþróttum í heiminum. Stærstu rafíþróttaviðburðirnir hafa t.a.m. sett áhorfsmet sem oft gefa hefðbundnum íþróttum ekkert eftir. Á síðasta ári var fyrsta rafíþróttamót Grunnskólanna haldið á Akureyri þar sem keppt var í FIFA, NBA2K19, Rocket League og T-Rex.

Áhugafólk hvatt til þess að fjölmenna og taka þátt og vera með í stofnun deildarinnar.

Sjá einnig:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó