Stofnanir í Fjallabyggð hljóta Eden-viðurkenninguMynd/Fjallabyggð

Stofnanir í Fjallabyggð hljóta Eden-viðurkenningu

Fjallabyggð tilkynnti á vef sínum að Hornbrekka, Skálarhlíð, Iðjan og heimilið að Lindargötu hefðu hlotið Eden-viðurkenningu frá Eden Alternative alþjóðasamtökunum, sem gildir til næstu þriggja ára. Í tilkynningunni segir að viðurkenningin sé veitt fyrir framúrskarandi vinnu við að skapa einstaklingsmiðað umhverfi fyrir aldraða og aðra sem þurfa á daglegum stuðningi að halda. Haldið var hátíðlegt kaffiboð þar sem heimilisfólk og starfsfólk Hornbrekku fagnaði saman.

Eden-hugmyndafræðin leggur áherslu á að öldrunarheimili verði að raunverulegum heimilum þeirra sem þar búa, þar sem sjálfræði, virðing og reisn eru í fyrirrúmi. Umhverfið er gert heimilislegt og líflegt með því að byggja upp menningu þar sem þjónustan er sniðin að þörfum hvers einstaklings.

Starfsmenn og heimilisfólk eru að vonum ánægð með viðurkenninguna og er hún mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut. Með því að innleiða Eden-hugmyndafræðina vinnur starfsfólk að því að styrkja sjálfræði heimilisfólks og veita þjónustu sem stuðlar að auknum lífsgæðum þeirra sem þar búa.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó