Stofna sjóð til minningar um Baldvin RúnarssonBaldvin Rúnarsson í viðtali hjá N4 í þáttunum Ungt fólk og krabbamein í febrúar á þessu ári.

Stofna sjóð til minningar um Baldvin Rúnarsson

Fjölskylda og vinir Baldvins Rúnarssonar hafa ákveðið að stofna sjóð til minningar um Baldvin, sem lést 31. maí aðeins 25 ára að aldri. Baldvin hafði verið í harði baráttu við krabbamein til margra ára.

Minningarsjóðurinn er ætlaður til að styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála en Baldvin var mikill íþróttamaður og harður Þórsari. Baldvin ólst upp í Þór og lék með félaginu upp alla yngri flokka. Síðustu árin sín starfaði hann sem þjálfari yngri flokka félagsins. Hann lék knattspyrnu þangað til veikindin fóru að herja á hann og lék síðan með Magna í 3. deildinni sumarið 2014 auk leikja í undirbúningsmótunum fyrir tímabilið 2015. 

Þeim sem vilja minnast Baldvins heitins er vinsamlega bent á reikning sem opnaður hefur verið í nafni bróður hans, Hermanns Helga Rúnarssonar. Allt fé sem safnast verður fært í minningarsjóðinn, þegar hann hefur verið formlega stofnaður. 
Reiknisnúmerið er 565-14-605 kt: 020800-2910. 


Kaffid.is sendir samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Baldvins heitins. Blessuð sé minning hans.
Útför Baldvins verður í Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 12. Júní n.k. og athöfnin hefst klukkan 13:30.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó