Fjölskylda og vinir Baldvins Rúnarssonar hafa ákveðið að stofna sjóð til minningar um Baldvin, sem lést 31. maí aðeins 25 ára að aldri. Baldvin hafði verið í harði baráttu við krabbamein til margra ára.
Minningarsjóðurinn er ætlaður til að styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála en Baldvin var mikill íþróttamaður og harður Þórsari. Baldvin ólst upp í Þór og lék með félaginu upp alla yngri flokka. Síðustu árin sín starfaði hann sem þjálfari yngri flokka félagsins. Hann lék knattspyrnu þangað til veikindin fóru að herja á hann og lék síðan með Magna í 3. deildinni sumarið 2014 auk leikja í undirbúningsmótunum fyrir tímabilið 2015.
Þeim sem vilja minnast Baldvins heitins er vinsamlega bent á reikning sem opnaður hefur verið í nafni bróður hans, Hermanns Helga Rúnarssonar. Allt fé sem safnast verður fært í minningarsjóðinn, þegar hann hefur verið formlega stofnaður.
Reiknisnúmerið er 565-14-605 kt: 020800-2910.
Kaffid.is sendir samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Baldvins heitins. Blessuð sé minning hans.
Útför Baldvins verður í Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 12. Júní n.k. og athöfnin hefst klukkan 13:30.
UMMÆLI