NTC

Stjörnuhrap 2016 – Sjaldan jafn margar stórstjörnur látist á einu ári

Það geta allir verið sammála um það að 2016 hefur viðburðaríkt ár. Margir sögulegir viðburðir hafa átt sér stað, bæði hérlendis og erlendis, en einnig hefur það einkennt árið hversu margar stjörnur hafa látið lífið. Í kjölfarið hafa margir haft orð á því að 2016 sé síður en svo gott ár en við getum að minnsta kosti staðfest það að mikill er missirinn vegna þessara goðsagna.

France David Bowie

David Bowie
Það var ekki langt liðið af árinu 2016 þegar þessar skelfilegu fréttir birtust í pressunni, David Bowie var látinn, 69 ára að aldri. David Bowie er heimsþekktur sem brautryðjandi í tónlist, frábær ,,performer“ og fyrir sinn einstaka klæðaburð. David háði langa baráttu við krabbamein sem enginn, ekki einu sinni hans nánustu vinir, vissu af.

glen
Glen Fray
Gítarleikari og einn stofnanda hljómsveitarinnar Eagles lést í janúar, 67 ára að aldri. The Eagles er ein frægasta hljómsveit samtímans og kannast eflaust allir við lög á borð við: ‘Hotel California, Take it Easy og Desperado. Glen var búinn að vera að glíma við innvortis vandamál með tilheyrandi uppskurðum og bataferli, sem hann því miður lifði ekki af.

_87709450_320411153_c723915db2_o
Alan Rickman 

Það var ekki nema stuttu seinna eftir hræðilegu fréttirnar af andláti David Bowie sem að nýjar skelfilegar fréttir umlyku pressuna. Alan Rickman var látinn, einnig eftir baráttu við krabbamein, 69 ára að aldri.
Alan Rickman er sennilega þekktastur fyrir hlutverk sitt í Harry Potter myndunum þar sem hann fór með hlutverk prófessor Snape. Aðrir aðdáendur ættu líka að þekkja hann vegna hlutverka í myndum á borð við Love Actually og Die Hard.

prince-doctor-investigation-visit-schulengerg
Prince

Poppstjarnan og goðið Prince féll frá í apríl á þessu ári, aðeins 57 ára gamall. Heimsbyggðin var í áfalli eftir fréttir af andlátinu en miklar getgátur voru um hvað hefði orsakað það. Seinna kom í ljós að Prince dó vegna of stórs skammts af Fentanyl.
Prince hefur samið ógrynni laga í gegnum árin en sum frægustu lögin hans eru sennilega: Purple Rain, Kiss og Little Red Curvette. Einnig samdi hann eitt frægasta ástarlag alla tíma fyrir söngkonuna Sinead O’Connor, lagið Nothing compares 2 U.

muhammad
Muhammad Ali 

Hnefaleikagoðsögnin Muhammad Ali lést í júní, 74 ára að aldri, eftir áralanga baráttu við Parkinsons sjúkdóminn. Hann var talinn einn frægasti íþróttamaður í heimi og fagnað fyrir að vera mikil fyrirmynd, bæði innan hringsins og utan. Ali var þrefaldur þungavigtarmeistari og átti farsælan feril að baki í boxi.

anton-yelchin
Anton Yelchin 

Leikarinn var farinn að láta mikið á sér bera í kvikmyndaheiminum þegar hann lést á heimili sínu, aðeins 27 ára gamall. Andlát hans var slys, þar sem að bíllinn hans rann í innkeyrslunni og á hann sjálfan, vegna galla í bílnum.
Leikarinn er best þekktur fyrir hlutverk sín í nýju Star Trek myndunum en hann hefur einnig leikið í þekktum myndum á borð við Alpha Dog, Terminator: Salvation, A long came a spider og Green Room.

r2d2

Kenny Baker
Kenny Baker lést 81 árs gamall eftir langa baráttu við lungnasjúkdóm. Hann lék í fyrstu sex Star Wars myndunum þar sem hann fór með hlutverk R2-D2, frá árunum 1977-2005. Hann lék einnig í stórmyndum á borð við The Goonies, Flash Gordon og Time bandits. Leikarinn skilur eftir sig marga aðdáendur og samstarfsfélaga.

gene-wilder-stir-crazy
Gene Wilder
Gene Wilder var mjög þekktur, bæði sem sviðsleikari og kvikmyndaleikari. Hann leikstýrði einnig mörgum myndum og skrifaði bækur. Hann er þó hvað best þekktur fyrir hlutverk sín sem Willy Wonka, í myndinni Willy Wonka and the chocolate factory og Dr.Frankenstein, í myndinni Young Frankenstein. Einnig ber að nefna myndirnar ‘Stir Crasy’ og ‘The Producers’. Gene Wilder lést í ágúst, 83 ára gamall að aldri, eftir baráttu við sjúkdóminn Alzheimers.

Mynd: Glatkistan

Mynd: Glatkistan

Edda Heiðrún Backman
Edda Heiðrún Backman lést aðeins 58 ára að aldri í október. Edda var landsþekkt leikkona, leikstjóri og myndlistakona sem að átti farsælan feril að baki sér. Edda lék á sviði og í íslenskum kvikmyndum allt til ársins 2004, þegar hún greindist með MND-sjúkdóminn. Eftir það snéri hún sér að leikstjórn og leikstýrði fjölmörgum sýningum Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Edda hefur einnig verið mjög ötul í baráttu fyrir réttindum fatlaðra og hefur verið áberandi talsmaður umhverfisverndar og íslenskrar náttúru. Á síðustu árum hefur hún verið landsþekkt fyrir sinn einstaka hæfileika að mála með munninum.

leonard-cohen
Leonard Cohen
Leonard Cohen hefur haft svakaleg áhrif á tónlist og tónlistarheiminn á sínum rúmlega 50 ára ferli í bransanum. Hann lést á heimili sínu í nóvember í svefni, 82 ára gamall. Leonard Cohen hefur ætíð verið þekktur fyrir alveg einstaka rödd, djúpa og kraftmikla en hann hefur samið og sungið hundruðir laga. Hans frægasta lag er án efa lagið Hallelujah, sem að Jeff Buckley gerði frægt aftur með sinni ábreiðu af laginu.
Hann gaf út plötu stuttu fyrir andlát sitt en haft er eftir syni hans að hann hafi verið að semja fram á sinn síðasta dag.

george
George Michael
Jóladagskvöld var ekki eins gleðilegt og búist var við þegar fregnir af andláti George Michaels fóru að birtast í fjölmiðlum. Söngvarinn heimsfrægi var ekki nema 53 ára gamall þegar hann lést á heimili sínu af völdum hjartaáfalls.
George Michael er talinn vera einn af bestu söngvurum breta sem og popp-goðsögn 80’s kynslóðarinnar. Fyrst gerði hann það gott með hljómsveitinni Wham en þekktustu lög sveitarinnar eru án efa lögin: ‘Wake me up before you go-go’ og ‘Last Christmas’. George Michael átti einnig mjög farsælan sóló-feril þar sem hann meðal annars gerði lögin ‘Faith’ og ‘Careless Whisper“.
carrie

Carrie Fisher
Aðeins tveimur dögum eftir að andlát George Michael komst í blöðin, bárust fréttir af því að Star Wars stjarnan Carrie Fisher væri látin. Carrie Fisher lést aðeins 60 ára gömul eftir að hafa fengið hjartaáfall í flugvél og flutt í kjölfarið á spítala þar sem hún lést.
Litið var til Carrie Fisher sem forystukonu og fyrirmyndar eftir leik sinn í Star Wars myndunum, en þar fór hún með hlutverkið ‘Princess Leia’, sem var sterk og sjálfstæð kona, ólíkt flestum prinsessu-hlutverkum á þessum tíma. Hún hefur þá einnig leikið í fleiri myndum og aðstoðað við handrit ýmissa kvikmynda. Þá hefur hún einnig gefið út nokkrar bækur og talað mjög opinskátt um baráttu sína við áfengis- og eiturlyfjafíkn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó