Framsókn

Stjórnin og SN í Hofi á skírdag

Stjórnin og SN í Hofi á skírdag

Stuðið verður í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á skírdag þegar stórhljómsveitin Stjórnin stígur á svið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands! 

Þetta verður í fyrsta sinn sem Stjórnin kemur fram með sinfóníuhljómsveit og það er fyrir löngu uppselt!

Einsöngvarar eru að vanda Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson, sem einnig spilar á hljómborð. Auk þeirra spilar Kristján Grétarsson á gítar, Eiður Arnarsson á bassa, Þórir Úlfarsson á hljómborð og Phillip Doyle á saxafón. Í bakröddum eru akureyrísku söngkonurnar Jónína Björt Gunnarsdóttir, Guðrún Arngrímsdóttir og Maja Eir Kristinsdóttir. 

Um útsetningar sjá Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Michael Jón Clarke og Þórður Magnússon.

Hljómsveitarstjóri er Þórður Magnússon.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó