Stjórnarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar hefur verið sltiðið. Þetta var niðurstaða formanna flokkanna á fundi þeirra klukkan fimm í Alþingishúsinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna hefur ekki gert upp við sig hvort hún muni skila stjórnarmyndunarumboðinu.
Einar Brynjólfsson oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi lýsti yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðuna á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir Pírata af fullum heilindum og samstarfsvilja hafa tekið þátt í stjórnarmyndunarviðræðum og að það séu vonbrigði að ekki hafi orðið að þessu sögulega tækifæri til að mynda frjálslynda umbótastjórn.
,,Tilraunir til að þyrla upp ryki og skapa óvissu um stefnumál sem ekki voru sett á oddinn fyrir kosningar hafa verið áhugaverðar, en það var aldrei ætlun Pírata að láta stefnumál byggð á ákvæðum nýrrar stjórnarskrár koma í veg fyrir samstarf við aðra flokka í stjórnarmyndun.“
Hann segir verkstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafa verið til fyrirmyndar og að Píratar vilji koma á framfæri þakklæti fyrir gott samstarf. ,,Vinnan við stjórnarmyndun heldur áfram og traust okkar er mikið á þekkingu og innsæi forseta Íslands til að taka næstu skref.“
Einar lýsti síðan yfir miklum vonbrigðum í annarri stöðuuppfærslu á Facebooki sínu þar sem hann segir að ekki hafi öllum þeim sem komu að stjórnarviðræðunum verið full alvara. Stöðuuppfærslu Einars má sjá hér að neðan:
UMMÆLI