Stjórn Skólafélagsins Hugins mótfallin sameiningu MA og VMA

Stjórn Skólafélagsins Hugins mótfallin sameiningu MA og VMA

Stjórn Skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri sendi frá sér tilkynningu í gær eftir að greint var frá því að vinna við sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri hefði verið sett af stað. Í tilkynningunni segir að Stjórn Hugins sé með öllu mótfallin sameiningu skólanna.

Sjá einnig: Vinna við sameiningu MA og VMA sett af stað

„Í skólakerfi af þessari stærðargráðu munu nemendur aldrei upplifa sömu nánd við kennara, stjórnendur, stoðteymi eða samnemendur. Nemendur eiga ekki skilið að vera lítill hlekkur í risastórri hagræðingarkeðju ríkisstjórnar,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild á myndinni hér að neðan.

Skólafélagið minnist þess að í vor þegar fyrstu fréttir bárust um fyrirhugaða sameiningu skólanna hafi nemendum verið lofað að koma sínum skoðunum á framfæri áður en ákvörðun yrði tekin.

„Við munum ekki standa aðgerðarlaus hjá á meðan fólk í valdastöðu fer með framtíð okkar eins og þeim sýnist,“ segir í tilkynningu Hugins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó