NTC

Steypireyður í Eyjafirði – MYNDIRLjósmyndir: Freyr Antonsson

Steypireyður í Eyjafirði – MYNDIR

Dalvíska hvalaskoðunarfyrirtækið Arctic Sea Tours greindi frá því á Facebook síðu sinni aðfaranótt mánudags að í einum af ferðum sínum síðastliðinn sunnudag hafi sést til steypireyðar.

Líkt og flestum er kunnugt er steypireyður stærsta dýr jarðar, en hvalurinn fullvaxinn getur orðið allt að 200 tonn á þyngd. Í símtali við Kaffið sagði starfsmaður Arctic Sea Tours að hnúfubakar hafi sést í ferðum þeirra á hverjum degi frá því 1. mars síðastliðinn, en að þetta sé í fyrsta skiptið þetta árið sem að sést hefur til steypireyðar. Stundum sést til risans í hvalaskoðunarferðum fyrirtækisins í apríl, en það hafði ekki gerst þetta árið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó