Framsókn

Stephany Mayor og Tryggvi Snær Hlinason eru íþróttafólk Þórs árið 2016

Tryggvi Hlina varð verðlaunaður

Tryggvi Hlina varð verðlaunaður

Aðalstjórn Þórs kýs árlega íþróttafólk félagsins, karl og konu, úr hópi þeirra sem tilnefnd eru. Stephany Mayor, leikmaður knattspyrnuliðs Þórs/KA, og Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður körfuknattleiksliðs Þórs hlutu nafnbótina eftirsóttu að þessu sinni.

Þau fengu afhenta verðlaunagripi sem gefnir voru af JMJ og Joe’s og var það Ragnar Sverrisson sem afhenti gripina. Þetta er í þriðja skiptið sem félagið velur bæði karl og konu sem íþróttafólk félagsins. Þau Stephany og Tryggvi Snær verða fulltrúar Þórs við kjör á íþróttamanni Akureyrar í jánúar.

Deildir félagsins höfðu tilnefnt íþróttafólk ársins úr sínum röðum, fjórar deildir tilnefndu bæði konu og karl, en tvær deildir tilnefndu einn íþróttamann úr sínum röðum.
Knattspyrnufólk Þórs – Gunnar Örvar Stefánsson og Sandra Stephany Mayor Gutierrez
Körfuknattleiksfólk Þórs – Tryggvi Snær Hlinason og Unnur Lára Ásgeirsdóttir
Keilufólk Þórs – Bergþóra Pálsdóttir og Guðmundur Konráðsson
Pílufólk Þór – Bjarni Sigurðsson og Jóhanna Bergsdóttir
Handknattleiksmaður Þórs – Hafþór Már Vignisson
Taekwondomaður Þórs – Haukur Fannar Möller

Sambíó

UMMÆLI