Það stendur enn til að Krónan opni verslun á Akureyri en koma verslunarinnar í bæinn hefur staðið til frá því árið 2016. Hjördís Erla Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar, segir að forsvarsmenn Krónunnar séu spenntir fyrir opnun á Akureyri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Sjá einnig: Hvað vantar Akureyringa sem Reykvíkingar hafa?
„Við erum að vinna í skipulagsmálum í samvinnu við Akureyrarbæ á lóð okkar við Glerárgötu 36, áður en farið verður í að byggja húsnæðið,“ segir Hjördís í Morgunblaðinu.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar lagði á dögunum til við bæjarstjórn að tillaga að breyttu skipulagi við Hvannavallareit yrði auglýst og samþykkti bæjarstjórn þá tillögu á fundi sínum í gær, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.