Steinþór Már framlengir út árið 2024

Steinþór Már framlengir út árið 2024

Markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson eða Stubbur eins og hann er iðulega kallaður skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KA sem má lesa í heild sinni hér að neðan:

Sjá einnig: Ívar Örn framlengir samning sinn við KA

Stubbur sem er uppalinn hjá KA sneri aftur heim fyrir síðustu leiktíð og sló þessi stóri og stæðilegi markvörður heldur betur í gegn. Hann var að lokum valinn besti leikmaður KA á síðustu leiktíð auk þess að vera valinn besti markvörður tímabilsins af sérfræðingum Pepsi Max stúkunnar og valinn í úrvalslið Morgunblaðsins.

Á núverandi sumri hefur hann leikið 11 leiki í deild og bikar og er nú kominn með samtals 37 leiki í meistaraflokk fyrir KA. Hann lék tvo deildarleiki með KA sumarið 2007 þá aðeins 17 ára gamall en frá árinu 2010 lék hann með Völsung, Dalvík/Reyni, Þór og Magna. Með Magna var hann lykilleikmaður í ævintýrinu í næstefstu deild áður en hann sneri loks aftur heim fyrir síðustu leiktíð.

Við óskum knattspyrnudeild og Stubb innilega til hamingju með samninginn og verður áfram gaman að fylgjast með okkar manni milli stanganna á næstu árum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó