Á frambjóðendafundi Menntaskólans á Akureyri sagði oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæm, Steingrímur J. Sigfússon, að Sjálfstæðisflokkurinn væri fatlaður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins svaraði Steingrími fullum hálsi.
„Ég ætla nú fyrst að frábiðja mér því að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við sem fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir. Talandi um ódýra pólitík,“ sagði Áslaug á fundinum.
„Ég bara veit það að „fatlaður“ eru of oft notað sem niðrandi orð og mér finnst það miður. Það er leiðinlegt að þeim sé stillt upp þannig að þau séu lélegri eða verri eins og þetta var sett upp,“ segir Áslaug í samtali við Vísi, og segir málið standa sér nærri þar sem hún eigi fatlaða systur.
Hér fyrir neðan er myndbrot af Facebook síðu ungra Sjálfstæðismanna frá fundinum í dag.
UMMÆLI