Steingrímur J. hélt að ungur fréttamaður væri sóknarprestur í Akureyrarkirkju

Steingrímur J. hélt að ungur fréttamaður væri sóknarprestur í Akureyrarkirkju

Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður RÚV á Norðurlandi, hélt til Grímseyjar í gær til þess að vinna frétt um kirkjubrunann sem varð þar í vikunni. Óðinn sagði frá ferðinni til Grímseyjar á Facebook síðu sinni en hann lenti í ýmsu á leiðinni.

„Ég er mikill landkrabbi og ældi því eins og múkki alla sjóferðina, sem tekur ekki nema rúma þrjá tíma. Það var þó ekki það versta við ferðina, því um borð var hinn geðþekki Steingrímur J Sigfússon,“ skrifar Óðinn.

Hann segir að þeir hafi spjallað lítillega saman en eftir smástund hafi Steingrímur þóst átta sig á því hvern hann væri að tala við. „Já þú ert presturinn, séra Svavar. Ég sé það núna,“ sagði Steingrímur við Óðinn.

„Svavar vinur minn er vissulega mjög glæsilegur maður en hann er ekki nema 29 árum eldri en ég,“ skrifar Óðinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó