Stefnumót með Hörpu komið á SpotifyLjósmynd: Heiða Sveinsdóttir

Stefnumót með Hörpu komið á Spotify

Harpa Lind Hjálmarsdóttir hefur undanfarna þrjá mánuði haldið úti viðtalsþáttunum Stefnumót með Hörpu á KaffiðTV. Við hjá Kaffinu þökkum fyrir góðar móttökur áhorfenda við þáttunum og færum þær frábæru fréttir að þættirnir eru nú komnir upp á Spotify í hlaðvarpsformi.

Síðustu tveir þættir, viðtöl Hörpu við forsetaframbjóðendurna Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur, eru komnir þar inn. Allir tíu þættir af Stefnumóti eru væntanlegir á Spotify í náinni framtíð og munu nýir þættir héðan í frá fara í loftið á sama tíma á Spotify og YouTube.

Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á fullt viðtal Hörpu við forsetaframbjóðandann Höllu Tómasdóttur. Var þátturinn 12 mínútna langur á YouTube en viðtalið í heild sinni heilar 38 mínútur, sem eru allar til staðar á Spotify. Líklegt er að þetta fyrirkomulag verði á fleiri þáttum í framtíðinni.

Sambíó

UMMÆLI