Stefnt að opnun í Hlíðarfjalli eins fljótt og auðið er

Stefnt að opnun í Hlíðarfjalli eins fljótt og auðið er

Bryjnar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir í samtali við vef Akureyrarbæjar að stefnt sé að opnun í fjallinu eins fljótt og auðið er og vonandi ekki seinna en föstudaginn 13. desember.

Ágætlega hefur safnast af snjó í Hlíðarfjalli síðustu vikur og von er á drjúgri ofankomu næstu daga. Forsala vetrarkorta hófst fyrir skemmstu og segir Brynjar Helgi að salan hafi farið þokkalega af stað en venjan sé að hún taki heljarmikinn kipp þegar hillir undir opnun skíðasvæðisins.

Snjóframleiðsla gengur vel og ekki er útlit fyrir annað en að svo verði áfram. Frost þarf að vera að lágmarki um 4 gráður til að snjóframleiðsla sé möguleg.

Heimasíða skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó