NTC

Stefnt á að opna Hlíðarfjall 1. desember

hlidarfjall_16april08_2

Stefnt er á opnun í Hlíðarfjalli 1. desember næstkomandi

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli segir í viðtali við Vikudag að stefnt sé að opnun Hlíðarfjalls 1. desember klukkan 17. Hann segist hafa beðið spenntur eftir fyrstu stórhríðinni sem er væntanleg nú í vikunni.

Sjá einnig:  Stórhríð á fimmtudag
Starfsfólk Hlíðarfjalls hefur verið á fullu að undirbúa sig fyrir veturinn þrátt fyrir mikil hlýindi og ef allt fer að óskum mun fólk geta rennt sér í Hlíðarfjalli í desember. Í fyrra stóð skíðaveturinn frá 3. desember til 24. apríl.
Sambíó

UMMÆLI