Stefnt á að klára Leikhúsbrú í sumar

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar hefur auglýst eftir tilboðum í brúarsmíði og frágang á Leikhúsbrú við Drottningabrautarstíg. Niðurrekstri staura og uppsteypu landstöpla verður lokið fyrir útboðið.

Í auglýsingunni kemur fram að verkið skuli vera að fullu lokið fyrir 31. júlí 2018.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt hjá umsarekstur@akureyri.is frá 31. janúar 2018. Tilboðum skal skila á Umhverfis- og mannvirkjasvið, 4. hæð, eigi síðar en miðvikudaginn 14. febrúar kl. 11 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska.

Frá framkvæmdasvæðinu. Mynd/Kaffið.is Jónatan

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó