Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, er bjartsýnn á það að ný stólalyfta verði tilbúin fyrir skíðaveturinn. Framkvæmdir eru nú langt komnar. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Vinir Hlíðarfjalls keyptu lyftuna með styrk frá Samherja árið 2017 en Akureyrarbær mun leigja hana og sjá um rekstur hennar. Að loknum 15 ára leigutíma á Akureyrarbær forkaupsrétt á skíðalyftunni á verði sem samsvarar bókfærðu verði hennar á þeim tíma.
Lyftan verður sú lengsta hér á landi, um kílómetri að lengd, og með henni verður auðveldara að komast upp í efsta hluta Hlíðarfjalls.
Guðmundur segir í samtali við RÚV að stefnt sé á að klára framkvæmdir í kringum jólin.