Framsókn

Stefnir á að ráða hátt í 100 manns á Akureyri

Stefnir á að ráða hátt í 100 manns á Akureyri

Hákon Hákonarson stefnir á að ráða hátt í 100 manns á Akureyri til fyrirtækis síns, Arctic Therapeutics. Hákon stefnir á að rannsaka fimm lyf og framleiða á Akureyri. Þetta kemur fram í umfjöllun Læknablaðsins í dag.

Hákon er barnalæknir og starfar í Bandaríkjunum en hann stefnir að því að flytja á heimaslóðir þegar fram í sækir og halda um taumana innan fyrirtækisins. Hann segir að sér þyki mikilvægt að skapa störf á Akureyri þar sem hámenntað fólk sem útskrifast frá Háskólanum á Akureyri flytur annað til þess að sækja störf séu þau ekki til staðar í bænum.

Ítarlega umfjöllun um starfsemina, rannsóknir og feril Hákons má finna á vef Læknablaðsins með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó