Stefna að minni snjómokstri og spara um 50 milljónir króna

Stefna að minni snjómokstri og spara um 50 milljónir króna

Ný bæjarstjórn á Akureyri, sem kynnt var á dögunum, hefur gert með sér samstarfssáttmála um aðgerðir til að rétta af hallarekstur bæjarins og leitar núna leiða til að draga úr kostnaði um snjómokstur. Þá stefna þau að því að spara allt að fimmtíu milljónir króna með skertri þjónustu við snjómokstur í vetur. Formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, Andri Teitsson, segir heimsfaraldurinn hafa sýnt að ekki sé nauðsynlegt fyrir alla að komast leiðar sinnar klukkan átta alla morgna.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins kemur einnig til með að ræða þetta í þættinum; Landsbyggðir á N4, sem sendur verður út í kvöld, fimmtudagskvöld.


Of mikið mokað síðasta vetur – Stefna að seinkun á mokstri og færri skiptum

Guðmundur Baldvin segir bæinn hafa veitt mjög góða þjónustu í snjómokstri.
„Þegar maður er farinn að lenda í því í heita pottinum að vera hrósað fyrir snjómoksturinn, veltir maður því fyrir sér hvort bærinn sé að gera of mikið,“ segir Guðmundur Baldvin í samtali við N4.

„Það sem að við getum gert í snjómokstrinum er að til dæmis byrja aðeins seinna að moka þegar fer að snjóa. Moka einu sinni en ekki tvisvar, svona í sömu hríðinni og við ætlum að leggja áherslu á að moka strætóleiðir og göngustíga þannig að flestir eða allir munu eiga kost á því að komast til og frá vinnu eða skóla eftir þeim leiðum þó það sé ekki búið að moka íbúðargöturnar. En ég vil líka benda á það að COVID hefur kennt okkur að það þurfa ekki alveg allir, nauðsynlega að komast leiðar sinnar akkurat klukkan 8:00 alla daga. Það er sveigjanleiki hjá töluverðum hópum og við eigum að reyna að nota okkur það meira,“ segir Andri í samtali við Rúv.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó