NTC

Stefán Elí heldur tónleika í Akureyrarkirkju

Stefán Elí heldur tónleika í Akureyrarkirkju

Tónlistarmaðurinn Stefán Elí mun halda tónleika á morgun, laugardaginn 4. nóvember, í Akureyrarkirkju. Tónleikarnir eru undir nafninu „Tíðni Hjartans“ og Stefán segir að þeir henti börnum, öldruðum og öllum þar á milli.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Akureyrarkirkju og er 3000 krónu aðgangseyrir. Miðar eru seldir við hurð en einnig er hægt að kaupa miða fyrirfram með því að hafa samband við Stefán Elí á Facebook eða senda póst á stefanelih@gmail.com. Litrík og lifandi myndlistarverk Stefáns verða til sýnis og sölu á viðburðinum

Stefán Elí er fjölhæfur og litríkur listamaður. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri og hóf tónlistarferil sinn 16 ára að aldri. Tónlist Stefáns er einstök, falleg, djúp og framandi og hentar bæði ungum sem öldruðum. Hann hefur tekið upp tónlist og komið fram víða um heiminn.

Stefán vefur draumkennda hljóðheima og flytur frumsamin lög. Tónlist hanns er einstaklega flæðandi en einnig rytmíst og grípandi. Stefán syngur ásamt því að leika á gítar, flautu, munnhörpu og fleiri framandi hljóðfæri.

Stefán Elí dregur innblástur úr fjölmörgum áttum og lenti nýlega á Íslandi eftir langt ferðalag um Mið-Ameríku og Suðaustur-Asíu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó