Stefán Elí gefur út plötu

Tónlistarmaðurinn Stefán Elí hefur gefið frá sér sína fyrstu plötu. Platan sem ber nafnið Wake Up er aðgengileg á tónlistarveitunni Spotify. Platan inniheldur lög eins og Spaced Out og Too Late sem Stefán gaf út síðasta vetur. Alls eru 9 lög á plötunni.

Eins og við fjölluðum um gaf Stefán út myndband við titillag plötunnar, Wake Up í lok júní. Stefán semur lögin og texta sjálfur en faðir hans Haukur Pálmason hjálpar til við hljóðblöndun. Stefán segist alla tíð hafa verið umlukinn tónlist en faðir hans og afi, Pálmi Stefánsson eru báðir tónlistarmenn. ,,Það má segja að ég hafi fylgt í fótspor þeirra þegar ég byrjaði að læra tónlist. Þegar ég var yngri hlustaði ég aðallega á rokk en þegar ég fór að eldast færðist áhuginn yfir í hip hop og Rnb,“ segir Stefán í spjalli við Kaffið.is.

Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni með því að smella hér.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó