Tónlistarmaðurinn Stefán Elí hefur gefið út lagið Aho Bufo. Stefán segir lagið ólíkt öllu því sem hann hefur gefið út áður.
Laugardaginn 5. nóvember klukkan 17.00 mun Stefán Elí svo standa fyrir hugljúfum og hjartahlýjandi kveðjutónleikum í Akureyrarkirkju áður en hann heldur af stað til Gvatemala síðar í nóvember. Á tónleikunum mun Stefán Elí frumflytja verk af komandi plötu „Soul Vibration“ (Tíðni Sálarinnar) ásamt því að leika tónlist sem hann hefur samið í gegnum árin. Litrík og lifandi myndlistarverk Stefáns verða einnig til sýnis og sölu á viðburðinum. Viðburðurinn hentar börnum, öldruðum og öllum þeim sem eru þar á milli og er þetta tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur til þess að eiga dásamlega stund saman. Ásetningur Stefáns með þessum tónleikum er að sameina fólk í kærleik og tónlist.
Miðar eru seldir við hurð en einnig er hægt að hafa samband við Stefán Elí á Facebook eða stefanelih@gmail.com til að kaupa miða fyrirfram. Á tónleikunum mun Stefán Elí láta einn heppinn áhorfenda fá málverk að gjöf.
Stefán Elí er tónskáld og myndlistarmaður sem fæddist og ólst upp á Akureyri. Stefán hefur nú lengi verið að gefa út og spila tónlist en ferill hans hófst þegar hann var 16 ára gamall. Stefáni er annt um fólk og náttúruna sem speglast bæði í lögum hans sem og í málverkunum 🌍
Í sumar hélt Stefán málverkasýningu í Reykjavík þar sem hann seldi 2 málverk fyrir 144.444kr hvert. Síðustu mánuði hefur Stefán unnið í samstarfi við góðgerðarsamtökin EYEAMU í Gvatemala. Stefán gefur hluta þeirra peninga sem hann þygur í skiptum fyrir málverk sín, tónlistarkennslu og hugleiðslu leiðsögn til styrktar fjölskyldna og barna í Gvatemala.
Stefán er fjölbreyttur listamaður og hann sýnir það svo sannarlega á nýjustu útgáfu sinni Aho Bufo. Á nýja tungli októbermánaðar gef Stefán lagið sem tekur hlustandan á ferðalag um dularfulla veröld og opnar fyrir tengingu til heima handan. Stefán kannar mannsröddina á magnaðan máta og syngur lagið af heilu hjarta og sál.
Lagið er sungið á fleiru en einu tungumáli og tengir saman marga ólíka heima sem eiga þó allir eitthvað sameiginlegt. Stefán kallar inn frumorkurnar Shiva og Shakti sem eiga uppruna sinn að rekja til Indlands. Síðar syngur hann þakklætisbæn á Nahuatl sem er frumbyggja tungumál frá Mexíkó. Þetta gæti verið óhefðbundið í augum og eyrum margra en Stefáni tekst á frábæran hátt að tengja þetta allt saman og úr því verður stórbrotið sköpunarverk.
Lagið má finna á öllum helstu streymisveitum.
Stefán vinnur um þessar mundir að væntanlegri plötu sem mun bera nafnið ‘Soul Vibration’
UMMÆLI