NTC

Stefán Elí gefur út lagið Spaced Out

15666023_1444091085623218_1705659899_n

Stefán Elí

Stefán Elí Hauksson er 16 ára strákur úr þorpinu. Hann er á sínu fyrsta ári í Menntaskólanum á Akureyri. Hann sendi frá sér sitt fyrsta lag á dögunum. Lagið heitir Spaced Out og hefur vakið töluverða athygli og komst í þessari viku í fyrsta sæti á Icelandic Sync lista Youtube.

Stefán segist alla tíð hafa haft áhuga á tónlist og að hún hafi umlukið hann frá fæðingu. Faðir hans, Haukur Pálmason og afi, Pálmi Stefánsson eru báðir tónlistarmenn. ,,Það má segja að ég hafi fylgt í fótspor þeirra þegar ég byrjaði að læra tónlist. Þegar ég var yngri hlustaði ég aðallega á rokk en þegar ég fór að eldast færðist áhuginn yfir í hip hop og Rnb,“ segir Stefán í spjalli við Kaffið.is.

Stefán lærði á gítar í 5 ár og segir það hafa fært honum grunninn í tónfræði og tónlist. Hann kom sér upp heimahljóðveri í haust og byrjaði að semja lög og texta. ,,Vinur minn Haukur Brynjarsson veitti mér góð ráð varðandi lögin og textana. Lagið Spaced Out samdi ég núna í desember og ákvað þegar það var tilbúið að það yrði fyrsta lagið sem ég sendi frá mér. Þegar ég byrjaði að fikta mig áfram með lagið var upprunalega hugmyndin að búa bara til „beat“ en mér fannst lagið svo gott að mér fannst ég verða að syngja inn á það. Pabbi sá svo um það að fullklára lagið, mixa og mastera.“

Lagið Spaced Out má hlusta á í spilaranum hér að neðan:

VG

UMMÆLI