Stefán Árnason skrifaði í gærkvöldi undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA.
Stefán er ráðinn með það að markmiði að efla og styrkja Handknattleiksdeild KA. Hann er fyrsta ráðningin í þjálfarateymi nýstofnaðs meistaraflokks KA og auk þess mun hann stýra afreksþjálfun hjá félaginu.
Stefán er uppalinn í KA og hóf sinn þjálfaraferil á gula og bláa gólfinu. Stefán hefur mikla reynslu í þjálfun og hefur m.a. þjálfað ÍBV. Síðar meir tók Stefán við Selfoss og kom liðinu í deild þeirra bestu, ásamt því að stýra liðinu í vetur og náði mjög flottum árangri í efstu deild.
KA-menn eru gríðarlega ánægðir með þessa ráðningu enda metnaðurinn mikill hjá félaginu. Við bjóðum Stefán hjartanlega velkominn heim.
UMMÆLI