Unnur Stella, undir nafninu Start Studio, mun nú halda sína fyrstu einkasýningu á laugardaginn kl. 17 í Deiglunni og verða búblur í boði að hennar sögn.
Unnur hefur verið að gera það gott á undaförnum mánuðum, bæði með taupokum til styrktar Ljósinu og ef til vill hafa margir Akureyringar tekið eftir verkum hennar á nýja veitingastaðnum Teríunni. Taupokarnir hafa verið til sölu í Nettó og rennur allur ágóði þeirra til styrktar endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein.
Hún dregur innblástur frá þeim mörgu stöðum sem hún hefur búið á, þar á meðal Flórens, Marbella, New Orleans, Malmö og heimabænum Akureyri. Flest hennar verk eru máluð með akríl, eru litrík, fjörug og skemmtileg.
UMMÆLI